Ók aftan á sendibíl við hraðahindrun
 Tveir slösuðust, ökumaður og farþegi á Subaru fólksbíl, þegar hann ók aftan á stóran sendibíl sem var að fara yfir hraðahindrun á Fitjum í Reykjanesbæ á sjöunda tímanum. Voru þeir fluttir á sjúkrahús til að hlynningar. Ekkert amaði að ökumanni sendibifreiðarinnar.
Tveir slösuðust, ökumaður og farþegi á Subaru fólksbíl, þegar hann ók aftan á stóran sendibíl sem var að fara yfir hraðahindrun á Fitjum í Reykjanesbæ á sjöunda tímanum. Voru þeir fluttir á sjúkrahús til að hlynningar. Ekkert amaði að ökumanni sendibifreiðarinnar.
Subaru-bifreiðin er ónýt og sendibíllinn skemmdur að aftan.
Þessi hraðahindrun var sett upp fyrir um mánuði og hafa aðilar komið ábendingum á framfæri um hvort hún eigi rétt á sér, m.a. með tilliti til þess að sjúkraflutningabifreiðar BS aka þessa leið til Reykjavíkur eða til að fara innúr. Eins er ökuhraði mismunandi að hindruninni, 60 og 50 km/klst. úr sitt hvorri áttinni.
VF-myndir/pket



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				