Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók aftan á kyrrstæða bifreið
Mánudagur 15. maí 2017 kl. 07:00

Ók aftan á kyrrstæða bifreið

Ökumaður sem ók aftan á kyrrstæða bifreið í Njarðvík í síðustu viku ætlaði að aka í burtu enda grunaður um ölvun við akstur. Eigandi kyrrstæðu bifreiðarinnar horfði á atvikið og ræddi við ökumanninn. Ökumaðurinn vildi sem minnst tjá sig og lá greinilega á að komast í burtu. Af því varð þó ekki því tveir nærstaddir menn komu eigandanum til aðstoðar, tóku ökumanninn út úr bílnum og héldu honum þar til lögreglumenn á Suðurnesjum komu á vettvang. Þeir handtóku ökuþórinn og færðu hann á lögreglustöð. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af bíl hans því hann var ótryggður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024