Ók á umferðarskilti og stakk af
Snemma í morgun var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um að ekið hefði verið upp á umferðareyju við Vogaveg á Reykjanesbraut og hafði bifreið hafnað þar á umferðarskilti með ljósum. Nokkrar skemmdir voru á skiltinu og á grasinu þar í kring. Tjónvaldur ók á brott og óskar lögreglan í Keflavík eftir því að hann gefi sig fram við lögreglu.