Laugardagur 23. júlí 2005 kl. 01:03
Ók á þrjár kyrrstæðar bifreiðar við Iðavelli
Umferðaróhapp varð á Iðavöllum í Keflavík þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í átta í gærmorgun. Þar hafði ökumaður sem ók Iðavelli misst stjórn á bifreið sinni sem rakst utan í þrjár kyrrstæðar bifreiðar.