Ók á staur og slasaðist
Ökumaður ók á járnstaur á Grindavíkurvegi í vikunni og slasaðist. Staurinn er á þrengingu á Grindavíkurvegi og sprungu loftpúðar bílsins út við höggið. Ökumaðurinn hugðist hægja ferðina þegar hann kom að þrengingunni, en steig á bensíngjöfina í staða bremsunnar. Við það snérist bifreiðin og missti hann þá stjórn á henni með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.