Ók á staur í Njarðvík
Fólksbíll ók á staur á Reykjanesbraut á fjórða tímanum og var ökumaður bifreiðarinnar fluttur í sjúkrabíl á heilsugæslu HSS í Keflavík. Ekki er vitað hvort meiðslin hafi verið alvarleg en fóllksbíllinn er mikið skemmdur eftir höggið á ljósastaurinn.
Nokkuð hefur verið um óhöpp í dag og mjög margir hafa verið í vandræðum í færðinni. Snómokstur hefur verið í gangi en mörgum hefur þótt hann ganga hægt og víða er enn ófært, sérstaklega í hverfum. Snjómoksturstæki hafa aðallega verið á helstu samgönguleiðum á Suðurnesjum.
Myndir frá vettvangi í dag. Strætó er kominn af stað aftur en hann keyrði ekki í morgun. VF-myndir/pket.