Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók á sjö staura
Mánudagur 9. október 2017 kl. 10:00

Ók á sjö staura

- gerði sér ekki grein fyrir tjóninu

Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Lögreglumenn veittu t.d. athygli ökumanni sem ók töluvert tjónuðum jeppling í átt að Keflavíkurflugvelli. Hann var stöðvaður og kvaðst þá hafa ekið utan í vegrið á Reykjanesbraut á leið sinni til Reykjavíkur, því hann hefði ekki gert sér grein fyrir hve nærri því hann ók. Hann hefði því snúið við til að skipta um bílaleigubíl á Keflavíkurflugvelli. Þar sem bíllinn sem hann var á hafði skemmst verulega.
Þegar að var gáð reyndist ökumaðurinn hafa ekið utan í sjö staura í vegriðinu á 90 til 100 km hraða að sögn hans.

Annað umferðaróhapp varð er ferðamenn höfðu stöðvað bifreið sína úti í kanti á Reykjanesbraut til að skoða GPS tæki sitt. Var þá annarri bifreið ekið aftan á hana með þeim afleiðingum að báðar voru þær óökufærar eftir. Ökumaður og farþegi í fyrrgreindu bifreiðinni voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024