Ók á og stakk af
Kannast þú við að hafa ekið utan í bifreiðina BKN-62 sem er ljósblár Huyndai jepplingur á horni Faxabrautar og Sunnubrautar í morgun um klukkan 08:00. Ef svo er þá vinsamlegast hafðu samband við lögregluna á Suðurnesjum. Einnig er leitað að vitnum að þessu óhappi.
Huyndai bifreiðin skemmdist talsvert við ákeyrsluna og þarf því lögregla að hafa tal af ökumanni dökkrar fólksbifreiðar, ökumaður þeirrar bifreiðar stöðvaði en ók síðan á brott.
Lögreglan á Suðurnesjum.