Ók á og stakk af
Ekið var á bifreið við Þórustíg 18 í Njarðvík á aðfararnótt sunnudags og hvarf tjónvaldur af vettvangi. Bifreiðin sem ekið var á er af gerðinni Alfa Romeo og er hún skemmd að aftan.
Tjónvaldur skildi eftir á vettvangi hlut úr bílnum og mun vera um að ræða Toyota Corolla hatchback bifreið, árgerð 2005 eða 2006.
Tjónvaldur skildi eftir á vettvangi hlut úr bílnum og mun vera um að ræða Toyota Corolla hatchback bifreið, árgerð 2005 eða 2006.