Ók á nær 200 km hraða
– sviptur ótímabundið og kærður fyrir háskaakstur
Bifreið sem ekið var eftir Reykjanesbraut um helgina mældist á 196 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Lögreglan á Suðurnesjum svipti ökumanninn, tæplega fimmtugan karlmann, ökuréttindum ótímabundið en hans bíður ákæra fyrir háskaaksturinn.
Fáeinir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur, þar á meðal 17 ára piltur sem mældist aka á 159 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Auk sektar fyrir brotið og refsipunkta í ökuferilsskrá gerði lögregla barnaverndarnefnd viðvart.