Ók á ljósastaur
Karlmaður á fertugsaldri missti stjórn á bifreið sinni í Reykjanesbæ og ók á ljósastaur. Ekki er vitað um tildrög óhappsins, en hægra framhorn jeppabifreiðar sem maðurinn ók lenti á staurnum. Bifreiðin var óökufær eftir atvikið og óskaði lögregla því eftir dráttarbifreið til að fjarlægja hana.
Ökumaðurinn var í bílbelti og slapp ómeiddur. Þá var ekið á bifreið í Keflavík um helgina og hún skemmd. Ökumaðurinn lét sig hverfa án þess að tilkynna atvikið.