Ók á hlið og eyðilagði bíl
Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning þess efnis að ekið hefði verið á veghlið við Seltjörn. Hliðið lokar einkavegi sem liggur að námunum í Stapafelli.
Samkvæmt tilkynningunni hafði þarna verið á ferð erlendur ferðamaður, sem tekið hafði bílinn á leigu með ofangreindum afleiðingum. Hliðið skemmdist við ákeyrsluna og var bifreiðin talin ónýt. Ökumaðurinn var farinn af landi brott þegar upp komast um atvikið og hafði skilið bílinn eftir á miðjum veginum. Hliðið hafði nýlega verið lagað eftir að ekið hafði verið á það og gerðar voru ráðstafanir til að gera við það í annað sinn.