Ók á flaggstöng og flutningabíl
Ökumaður þessa gula sportbíls var langt frá því að vera á réttri leið nú í morgunsárið þegar hann ók um hringtorgið á Njarðarbraut við Bolafót í Njarðvík. Bíllinn fór út úr torginu og braut niður flaggstöng áður en hann hafnaði undir flutningabíl sem stóð á bílastæði við Bolafót.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta yfirgaf ökumaður slysstað en lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.