Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók á dekk á Brautinni
Þriðjudagur 18. október 2005 kl. 09:52

Ók á dekk á Brautinni

Engin slys urðu á fólki þegar bifreið var ekið yfir bíldekk sem losnaði af vinnuvél sem dregin var í gagnstæða átt á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Bifreiðin sem um ræðir var óökufær eftir og var dregin burt með kranabíl.

Skömmu áður hafði verið annað óhapp á Reykjanesbraut. Þar rákust tvær bifreiðar á á Grindavíkurvegi. Bifreiðarnar voru óökuhæfar og þurfti að draga þær burt með kranabíl, en engin slys urðu á fólki í það skiptið heldur.

Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir að vera ekki með viðunandi ljósabúnað á bifreiðum sínum við akstur. Í nótt voru eigendur fimm bifreiða boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunnar, vegna vanrækslu á að færa þær til skoðunnar á réttum tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024