Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ók á blómaker og valt
    Slökkvilið og lögregla að störfum á vettvangi slyssins. VF-mynd: Hilmar Bragi
  • Ók á blómaker og valt
    Bifreiðin á hliðinni eftir óhappið. Mynd: Magnús Ó. Ingvarsson / Keflavík og Keflvíkingar
Þriðjudagur 13. september 2016 kl. 14:33

Ók á blómaker og valt

Bifreið var ekið á blómaker og umferðarmerki á móts við Hafnargötu 2 í Keflavík nú áðan með þeim afleiðingum að bifreiðin valt.

Lögregla, sjúkralið og slökkvilið voru kölluð til. Ökumaður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Lögreglumaður á vettvangi taldi að meiðsl væru minniháttar.

Slökkvilið þurfti að hreinsa vettvanginn en olía hafði lekið úr bifreiðinni eftir veltuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024