Ók á blómaker og valt
Bifreið var ekið á blómaker og umferðarmerki á móts við Hafnargötu 2 í Keflavík nú áðan með þeim afleiðingum að bifreiðin valt.
Lögregla, sjúkralið og slökkvilið voru kölluð til. Ökumaður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Lögreglumaður á vettvangi taldi að meiðsl væru minniháttar.
Slökkvilið þurfti að hreinsa vettvanginn en olía hafði lekið úr bifreiðinni eftir veltuna.