Ók á bifreið og velti henni
Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Einn ökumannanna ók af hliðargötu yfir gatnamót, þar sem umferðarljós voru óvirk. Hann ók á bifreið, sem ekið var eftir aðalgötunni og valt hún við áreksturinn.
Þá lentu tvær bifreiðar saman á gatnamótum Njarðarbrautar og Hjallavegar.
Loks bökkuðu tveir ökumenn á kyrrstæðar bifreiðar og einn til viðbótar ók utan í bifreið, sem einnig var kyrrstæð.
Engin slys urðu á fólki vegna þessara óhappa.