Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók á 6 ára dreng og flúði vettvang
Fimmtudagur 10. mars 2005 kl. 09:38

Ók á 6 ára dreng og flúði vettvang

Í gær var ekið á sex ára dreng á reiðhjóli við verslunina Sparkaup, Hringbraut 55. Bifreið sem var þar bakkaði á drenginn og hvarf ökumaður brott af vettvangi án þess að athuga með hann. Drengurinn skrámaðist á hendi og reiðhjól hans skemmdist. Bifreiðin er blá líklega Toyota Avensis og var ökumaður karlmaður um tvítugt og dökkhærður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024