Þriðjudagur 26. júlí 2005 kl. 09:18
Ók á 208 km hraða eftir Reykjanesbrautinni
Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gærkvöldi og í nótt tvo ökumenn vegna hraðaksturs á Reykjanesbraut, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Annar bíllinn mældist á 118 km hraða en hinn ökumaðurinn ók töluvert hraðar, hraði hans mældist 208 km/klst. Má hann búast við að vera sviptur ökuréttindum.