Föstudagur 10. febrúar 2017 kl. 10:54
Ók á 176 km hraða
Lögregla stöðvaði ökumann í vikunni á 176 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Fyrir hraðaksturinn þarf hann að greiða 150.000 króna sekt og fær þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá.