Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók á 144 km hraða á Sandgerðisvegi
Þriðjudagur 28. nóvember 2017 kl. 10:04

Ók á 144 km hraða á Sandgerðisvegi

Átta ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur á síðustu dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 144 km hraða á Sandgerðisvegi þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumaðurinn hafði ekki náð 18 ára aldri og var farið með mál hans samkvæmt því. Annar ökumaður ók á meira en tvöföldum hámarkshraða, þ.e. 110 þar sem hámarkshraði er 50 km á klukkustund, var einnig undir 18 ára aldri. Hann var sviptur ökurétti til bráðabirgða, auk annarra viðurlaga.

Þá hafði lögregla afskipti af þremur ökumönnum til viðbótar vegna gruns um fíkniefnaakstur. Einn þeirra ók sviptur ökuréttindum og hafði lögregla nokkrum sinnum haft afskipti af honum áður af þeim sökum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024