Föstudagur 14. júní 2002 kl. 21:58
Ók á 100 km. hraða innanbæjar
Rólegt var á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík í dag. Fjórir voru teknir fyrir umferðarlagabrot. Tveir voru án öryggisbelta og tveir voru stöðvaðir af lögreglu fyrir að aka of hratt.Annar þeirra var stöðvaður fyrir að aka á 100 km. hraða þar sem hámarkshraði er 60 km.