Ók 59 km yfir leyfilegum hámarkshraða
Bifreið sem stýrt var af sautján ára pilti mældist á 149 km hraða á Garðvegi í dag þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Pilturinn á von á 50 þúsund króna sekt, sviptingu ökuleyfis í einn mánuð og fjórum punktum á ökuferilsskrá.
Þá stöðvaði lögreglan í Keflavík fimm ökumenn til viðbótar vegna hraðaksturs en þeir geystust allir eftir Reykjanesbrautinni. Netútgáfa Morgunblaðsins greinir frá þessu.
Þá stöðvaði lögreglan í Keflavík fimm ökumenn til viðbótar vegna hraðaksturs en þeir geystust allir eftir Reykjanesbrautinni. Netútgáfa Morgunblaðsins greinir frá þessu.