Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Óhreinsaður reykur úr kísilveri ástæða lyktar
  • Óhreinsaður reykur úr kísilveri ástæða lyktar
Fimmtudagur 17. nóvember 2016 kl. 13:19

Óhreinsaður reykur úr kísilveri ástæða lyktar

- Blásarar ekki rétt stilltir

Súra brunalykt frá kísilveri United Silicon í Helguvík hefur lagt yfir Reykjanesbæ í gær og í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun fékk stofnunin þær skýringar frá tengiliðum fyrirtækisins að blásarar fyrir afsog á reyk úr ofnum og ofnhúsi hafi verið stilltir á lágan styrk í gærmorgun þar sem verið var að vinna í síuhúsi fyrir reykhreinsivirkin. Fyrir mistök var styrkur blásara ekki stilltur upp aftur fyrr en í gærkvöld. Af þessum sökum fór reykur að hluta óhreinsaður út um dyr verksmiðjunnar í gær, í stað þess að fara í gegnum reykhreinsivirkin.

Loftgæðamælingar eru á þremur stöðum i kringum verksmiðjuna og má fylgjast með þeim á síðunni www.andvari.is en orkurannsóknir Keilis sjá um rekstur á þessum mælistöðvum. Síðan kísilver United Silicon fór í gang hefur styrkur mengunarefna sem mæld eru ekki farið yfir heilsuverndarmörk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Víkurfrétta segir að starti á slíkri verksmiðju fylgi alltaf ákveðnir byrjunarörðugleikar og hefur það verið reyndin hjá kísilverinu í Helguvík. „Við erum því að fylgjast vel með hvernig gengur hjá þeim og finnst mjög gott ef íbúar láta heyra í sér ef eitthvað er ekki eins og venjulega,“ segir í svari Umhverfisstofnunar. 

Tengd frétt: Súr brunalykt frá kísilveri pirrar bæjarbúa í Reykjanesbæ