Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Óhöpp í ótíð valda erli hjá lögreglu
Föstudagur 13. janúar 2006 kl. 19:59

Óhöpp í ótíð valda erli hjá lögreglu

Um kl. 07 í morgun var tilkynnt um umferðarslys á Reykjanesbraut við Grænásveg ofan Njarðvíkur. Lögregla og sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja fóru á vettvang.

Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, hafði misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur á HSS til aðhlynningar. Hann var ekki alvarlega slasaður.

Bifreiðin var mjög mikið skemmd eftir óhappið og var hún fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Ljósastaurinn skemmdist.

Um kl. 09 var tilkynnt um útafakstur á Garðvegi rétt við Garð. Ökumaður hafði misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utanvega.

Engar skemmdir voru á bifreiðinni og ökumaðurinn var óslasaður. Kalla þurfti til dráttarbifeið sem kom bifreiðinni aftur upp á veginn.

Um hádegisbil var tilkynnt um bílveltu á Sandgerðisvegi rétt við Sandgerði. Ökumaðurinn hafði misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan vegar. Engin slys voru á fólki en bifreiðin var mikið skemmd. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.

Á þriðja tímanum í dag var lögreglu tilkynnt að bifreið hafi verið ekið utan í tvær bifreiðar á Hafnargötu í Keflavík rétt við Tjarnargötu. Lögreglan fór á staðinn. Í ljós kom að óhappið hafði átt sér stað með þeim hætti að bifreiðin sem verið var að draga lenti utan í bifreiðunum sem ekið var úr gagnstæðri átt. Bifreiðin sem sá um að draga hina bifreiðina var farin af staðnum þegar lögregla kom að málinu.

Lögreglan óskar eftir að ná tali af þeim ökumanni. Um er að ræða gyllta Toyota Land Cruiser.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024