Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óheimilt að nota vellina eftir kl. 22
Fimmtudagur 27. ágúst 2015 kl. 09:18

Óheimilt að nota vellina eftir kl. 22

Óheimilt er að nota spark- og körfuboltavelli í Reykjanesbæ eftir kl. 22 á kvöldin. Unnið er að því að setja upp skilti við vellina til að vekja athygli á þessu.

Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að töluvert sé kvartað til bæjaryfirvalda um að ungt fólk komi á bílunum sínum, kveiki á háværri tónlist og fari í körfu- og eða fótbolta um og eftir miðnætti þegar að barnafólk í nágrenni við skólana er gengið til náða.

Á meðfylgjandi mynd má sjá skilti sem sett hefur verið upp við Njarðvíkurskóla. Svipuð skilti verða sett upp við aðra velli í Reykjanesbæ til að vekja athygli á reglunum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024