Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óheimilt að endurræsa ofn United Silicon
Mánudagur 16. október 2017 kl. 13:20

Óheimilt að endurræsa ofn United Silicon

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um stöðvun reksturs Sameinaðs Sílikons hf. er óbreytt og er rekstraraðila óheimilt að endurræsa ofn verksmiðjunnar nema með skriflegri heimild frá stofnuninni að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun í kjölfar þess að niðurstöður mælinga á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum vegna kísilverksmiðju Sameinaðs Sílikons hf. voru birtar. Um er að ræða mælingar sem gerðar voru vegna mikilla lyktaráhrifa sem gætt hefur frá verksmiðjunni frá því hún var gangsett í nóvember 2016.

Engin framleiðsla er í gangi í kísilverinu, sem er í greiðslustöðvun þar til 4. desember nk. Kröfuhafar United Silicon hafa verið boðaðir til kröfuhafafundar þann 22. nóvember vegna framlengdrar greiðslustöðvunar sem United Silicon fékk þann 4. september sl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024