Óhæfilega gengið frá planka
Ökumaður var stöðvaður á Faxabraut í Keflavík í gær, þar sem hann var með planka í bifreiðinni og stóð hann allnokkuð langt fram fyrir bifreiðinni og voru á honum engar merkingar.
Um er að ræða umferðarlagabrot sem fellur undir brotaflokkinn „Óhæfilega gengið frá farmi“. Ökumaður verður sektaður fyrir athæfið.