Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óháðir aðilar taki út hagkvæmni aðildar í Fasteign
Miðvikudagur 22. apríl 2009 kl. 16:30

Óháðir aðilar taki út hagkvæmni aðildar í Fasteign


Lagt er til að Reykjanesbær leiti til óháðra aðila til að gera úttekt á því hvort sé hagkvæmara fyrir sveitarfélagið að leigja eða eiga sínar fasteignir. Bæjarfulltrúar A-listans lögðu fram tillögu þess efnis á bæjarstjórnarfundi í gær. Henni var vísað til bæjarráðs. Í greinargerð með tillögunni er því haldið fram að í besta falli kosti það hátt í einum milljarði meira að leigja en að eiga fasteignirnar. Mikið ber í milli á útreikningum andstæðra fylkinga í þeim efnum.

All hörð umræða var á fundinum eins og venjulega þegar aðild bæjarins í Fasteign ehf kemur til umræðu en meiri- og minnihlutinn hafa frá upphafi tekist hart á um málið.
Umræðan nú er sprottin af fyrirspurnum Ólafs Thordersen um leigugreiðslur bæjarins og svörum Árna Sigufússonar á fundi bæjarstjórnar fyrir skemmstu.

Minnihlutinn heldur því fram að bæjarstjórinn noti rangar forsendur til útreiknings þegar hann fái þá niðurstöðu að það sé 686 milljónum króna hagstæðara að leigja en eiga.
Það sé „grímulaus tilraun til að blekkja bæjarfulltrúa og raunar almenning allan í sveitarfélaginu,“ segir í greinargerð minnihlutans.

Árni Sigfússon vísaði því á bug að um blekkingar væri að ræða. „Held að það sé sjálfsagt að fara í skoðun á kostum og göllum eignar okkar í Fasteign,“ sagði Árni um leið og hann benti á að samstaða hefði verið um að ganga í Fasteign á sínum tíma.

Fundargerð bæjarstjórnar má nálgast hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024