Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 17. júlí 2000 kl. 13:24

Ógnuðu útlendingum með hnífi

Útlenskum ferðamönnum var ógnað með hnífi í útsýnisferð á Reykjanesi í gærdag. Útlendingarnir létu lögregluna vita af tveimur karlmönnum sem ógnuðu þeim með hnífi út um bílglugga. Þeir gáfu sig á tal við Íslendingana sem veifuðu hnífi framan í þá og létu illa. Að sögn lögreglunnar í Keflavík leikur grunur á að Íslendingarnir hafi verið undir áhrifum fíkniefna eða annarra efna. Lögreglan handtók þá út á Reykjanesi og eru þeir nú í yfirheyrslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024