Ógnar ekki byggð og mannvirkjum - myndir
Miðað við umfangið á gosinu eins og það er núna virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Það er hinsvegar möguleiki að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki.
Gefin verður út spá um gasdreifingu frá eldgosinu á næstunni. Veðurspá gerir ráð fyrir nokkuð sterkum vindi og úrkomu sem mun draga úr áhrifum mögulegrar mengurnar frá eldstöðvunum.
Hér er hlekkur á skráningarsíðu vegna gasmengunar og hvetjum við fólk til að setja inn skráningu ef það telur sig verða vart við gasmengun.
Það mæddi mikið á björgunarsveitarfólki og lögreglu eftir að gos hófst í Fagradalsfjalli.
Bjarmi var yfir og í kringum Fagradalsfjall og víðar. Þessi mynd er tekin frá Grindavíkurvegi og yfir Svartsengi.
Gosbjarminn sást vel. Mynd: Þorbjörg Guðmundsdóttir.
Myndir bárust frá Suðurnesjamönnum. Þessi er tekin frá orkuverinu í Svartengi. Mynd/JónHelgason.
Hús í Þórkötlustaðahverfi með gos í fjarska, samt ekki svo langt frá. Mynd/Ari Elíasson.
Það var nóg að gera í björgunarmiðstöð Þorbjarnar í Grindavík.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri kom í björgunarmiðstöðina.
Bjarminn frá gosinu blasti við frá björgunarmiðstöðinni.