Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ógætilegur akstur í hringtorgi
Fimmtudagur 16. ágúst 2007 kl. 09:22

Ógætilegur akstur í hringtorgi

Ungur ökumaður var í gær stöðvaður á Hafnargötunni fyrir ógætilegan akstur í hringtorgi. Hann spólaði þar og olli hættu og óþægindum. Í dagbók lögreglu segir að það sé brot á 4. grein umferðarlaga þar sem greinir frá að ökumaður skuli sýna tillitsemi og varúð svo eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum.

Lögregla segir að mikið hafi borið á að ökumenn virði ekki þessa reglu og eindreginn vilji sé meðal lögreglumanna að taka á þessum málum. Ökumaðurinn sem um ræðir var ekki heldur með ökuskírteini sitt meðferðis og bætist þar sekt við fyrra brotið.


Vf-mynd: Úr myndasafni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024