Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ofursportbílar í BBC-bílaþætti
Miðvikudagur 4. maí 2005 kl. 15:47

Ofursportbílar í BBC-bílaþætti

Fjórtán manna tökulið frá BBC er væntanlegt til Suðurnesja nú síðdegis til að hefja tökur á hinum vinsæla TopGear bílaþætti sem er vinsælasti Mótorsportþáttur Bretlands.


Jeremy Clarkson og hans menn hjá TopGear ætla að prufukeyra þremur Roadster á Reykjanesskaganum næstu daga. Bílarnir eru Nissan 350Z, Chrysler Crossfire og Audi TT 3200. Það er Garðar Garðarsson og hans menn hjá fyrirtækinu Bílar og Hjól í Njarðvík sem hýsa sportbílana og verða þáttarstjórnendum innan handar meðan á tökum stendur.

Auk 14 manna tökuliðs verður notast við þyrlu og flugvél við þáttagerðina, en einnig er unnið að því að koma íslenskum ofurhugum og tækjum inni í þáttinn. Myndatökur fara fram á Reykjanesi, við Bláa lónið og við Kleifarvatn, svo einhverjir staðir séu nefndir.

Fréttastjóri Víkurfrétta settist undir stýri á öðrum sportbílnum nú í dag. Að sjálfsögðu er stýrið "vitlausumegin" eins og sagt er, en vonandi eru þeir sem aka bílunum undir 194 sm. og fitt og flottir!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024