Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ofursportbíl ekið í gegnum girðingu á Keflavíkurflugvelli
Laugardagur 28. apríl 2007 kl. 17:40

Ofursportbíl ekið í gegnum girðingu á Keflavíkurflugvelli

Eitt óhapp varð í akstursbrautinni sem sett var upp á Keflavíkurflugvelli í dag í tilefni af alþjóðlegu umferðaröryggisvikunni. Porsche Carrera 4S ofursportbifreið var ekið í gegnum háa girðingu við kappakstursbrautina. Ökumaður slapp án meiðsla en bifreiðin er töluvert skemmd og var ekki ökufær eftir slysið. Ástæður óhappsins eru óljósar en bifreiðinni var ekið á talsverðum hraða, eins og gefur að skilja.

Meðfylgjandi mynd var tekin á vettvangi óhappsins í dag en fleiri myndir frá þessu óhappi er að finna í ljósmyndasafni á forsíðu vf.is. Þar eru einnig væntanlegar á eftir fleiri myndir af sportbílum sem léku lausum hala í ökugerðinu í dag.

 

Sjá myndir hér!

Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024