Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 9. október 2000 kl. 11:13

Ofsaakstur á Reykjanesbrautinni

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli elti ökumann á ofsahraða frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í átt að Bessastöðum sl. miðvikudagskvöld. Ökumaðurinn, sem reyndist vera 22 ára gömu stúlka, var grunuð um ölvun við akstur. Eftirförinni lauk út í móa en stúlkan slasaðist lítið. Hún verður svipt ökuréttindum fyrir ofsaakstur en málið er í vinnslu. Lögreglumenn stöðvuðu bifreiðina við Fitjar í Njarðvík og var ætlunin að kanna ástand ökumanns. Þegar lögreglumaður nálgaðist bifreiðina ók konan af stað og þá hófst háskaleg eftirför eftir Reykjanesbrautinni. Að sögn lögreglu var hraðinn allt að 147 km/klst og ákváðu lögreglumenn að fara ekki hraðar, því slíkur akstur getur skapað enn frekari hættu. Hafnarfjarðarlögreglan var látin vita og fór á móti bílnum, sem ók í átt að Bessastöðum. Þar fór ökumaðurinn yfir umferðareyju á mikilli ferð og endaði út í móa. Bíllinn var dreginn í burtu en stúlkan slasaðist lítið. Þegar betur var að gáð reyndist stúlkan ekki vera undir áhrifum áfengis og með ökuréttindin í lagi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024