Ofsaakstur á Garðvegi
Ökumenn tveggja bíla eru grunaðir um kappakstur á Garðvegi en lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði þá í gær eftir að hafa mælt þá á yfir 150 km hraða á klukkustund.
Ökuníðingarnir þurfa því hvor um sig að greiða 140 þúsund króna sekt auk ökuleyfissviptingar. Þeir fá 4 refsipunkta í ökuferilskrá, sem þýðir ótímabundið akstursbann. Ökuskírteini fá þeir ekki aftur fyrr en þeir hafa sótt sérstakt námskeið og tekið ökuprófið á nýju.