SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Öflugur skjálfti við Fagradalsfjall í morgun
Föstudagur 12. mars 2021 kl. 09:15

Öflugur skjálfti við Fagradalsfjall í morgun

Klukkan 7.43 mældist skjálfti á svæðinu SSV af Fagradalsfjalli sem var 5.0 að stærð. Hann átti upptök á því svæði þar sem virknin hefur verið hvað mest síðustu daga, í nágrenni dalsins Nátthaga. Skjálftinn fannst víða á suðvestanverðu landinu, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð.

Frá miðnætti til klukkan 6.30, 12. mars, hafa mælst um 750 jarðskjálftar með SIL sjálfvirku mælakerfi Veðurstofu Íslands. Þar af mældust 15 skjálftar yfir 3,0 að stærð, sá stærsti var 4,0 að stærð kl. 00:58. Skjálfti af stærð 3,9 mældist kl. 03:51 og kl. 05:09 mældist skjálfti af stærð 3,5. Virknin var bundin við sunnanvert Fagradalsfjall.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Í gær, 11. mars, mældust um 2600 jarðskjálftar sjálfvirkt. Stærsti skjálftinn mældist af stærð 4,6, kl 08:53, alls mældust 29 skjálftar yfir 3 að stærð. Virknin var mest í sunnanverðu Fagradalsfjalli en 4 skjálftar yfir 3,0 að stærð mældust í Eldvörpum.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025