Þriðjudagur 20. október 2020 kl. 13:55
Öflugur skjálfti í Krýsuvík - Mældist 5,7
Öflugur jarðskjálfti reið yfir Reykjanesskagann þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í tvö í dag. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum Veðurstofu Íslands var skjálftinn að stærð M 5,7 með upptök 4,1 km V af Krýsuvík. Veðurstofan á eftir að staðfesta stærð skjálftans.