Fimmtudagur 12. mars 2020 kl. 10:36
				  
				Öflugur jarðskjálfti við Grindavík - mældur M5,1
				
				
				Jarðskjálfti upp á M5,1 varð við Grindavík núna kl. 10:25. Staðsetning er 5,4 km. vestursuðvestur af Fagradalsfjalli.
Skjálftinn fannst vel um öll Suðurnes.
Uppfært: Veðurstofa Íslands hefur endurreiknað skjálftann og hann mælist nú M5,2.