Horft til skjálftasvæðisins frá Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd.
Miðvikudagur 10. mars 2021 kl. 04:00
Öflugur jarðskjálfti vakti íbúa Suðurnesja
Öflugur jarðskjálfti reið yfir Reykjanesskagann kl. 03:14:38. Skjálftinn var af stærðinni M5,1 og varð á 5,8 km dýpi 2,4 km SSV af Fagradalsfjalli. Enginn órói hefur komið fram á mælitækjum Veðurstofunnar.
Skjálftinn fannst vel á SV-hluta landsins, allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal.