Öflugt forvarnarstarf í Grindavík
Hrundið hefur verið af stað verkefninu Gleðilegt sumar í Grindavík en markmið þess er að koma af stað öflugri umræðu og vinnu í bæjarfélaginu í forvörnum og jákvæðri uppbyggingu barna og ungmenna.
Um er að ræða samstarfsverkefni og standa Grindavíkurbær, grunnskólinn, foreldrafélag grunnskólans, tómstundarfulltrúi, félagsmálastjóri, lögregla og sóknarprestur að því. Pálmi Ingólfsson mun stýra verkefninu til næstu þriggja mánaða.
Vonast er til þess að verkefnið sé byrjunin í að koma á góðri samvinnu og samstöðu allra bæjarbúa í þessum málaflokki til framtíðar. Pálmi segir í grein sem hann ritar á heimasíðu Grindavíkurbæjar: „Við setjum vonandi í gang kraftmikla vél sem þarf vonandi aðeins að smyrja með reglulegu millibili. Vél sem sett er saman úr besta hráefni sem hugsast getur þ.e. fólkinu sjálfu sem í bænum býr.“
Stefnt er m.a. að eftirfarandi:
-Uppbyggileg vinna með ákveðnum hópum unglinga.
-Tíðari samstarfsfundir þeirra sem að þessu verkefni standa.
-Fundir með aðilum í bænum sem tengjast beint börnum og ungmennum.
-Reglulegum fundum sérfræðiaðila bæjarins.
-Endurskoðun og uppbygging sérfræðiþjónustu bæjarins.
-Námskeiðum og fyrirlestrum ýmiss konar.
-Öflugra forvarnarstarfi íþróttafélaganna.
-Meiri samvinnu við nágrannasveitarfélögin varðandi forvarnir og eftirlit.
-Jákvæðri uppbyggingu aldurshópsins 16 – 18 ára.
-Öflugra tónlistarstarfi í bænum.
-Efla ungliðastarf varðandi þá sem ánetjast áfengi og fíkniefnum.
-Efla starfsemi lögreglu í bænum.
-Veita jákvæðum fyrirmyndum meiri eftirtekt og veita viðurkenningar í þeim efnum.
-Og umfram allt að stuðla að því að fjölskyldur verji meiri tíma saman og njóti þess til hins ítrasta.
H: www.grindavik.is
Um er að ræða samstarfsverkefni og standa Grindavíkurbær, grunnskólinn, foreldrafélag grunnskólans, tómstundarfulltrúi, félagsmálastjóri, lögregla og sóknarprestur að því. Pálmi Ingólfsson mun stýra verkefninu til næstu þriggja mánaða.
Vonast er til þess að verkefnið sé byrjunin í að koma á góðri samvinnu og samstöðu allra bæjarbúa í þessum málaflokki til framtíðar. Pálmi segir í grein sem hann ritar á heimasíðu Grindavíkurbæjar: „Við setjum vonandi í gang kraftmikla vél sem þarf vonandi aðeins að smyrja með reglulegu millibili. Vél sem sett er saman úr besta hráefni sem hugsast getur þ.e. fólkinu sjálfu sem í bænum býr.“
Stefnt er m.a. að eftirfarandi:
-Uppbyggileg vinna með ákveðnum hópum unglinga.
-Tíðari samstarfsfundir þeirra sem að þessu verkefni standa.
-Fundir með aðilum í bænum sem tengjast beint börnum og ungmennum.
-Reglulegum fundum sérfræðiaðila bæjarins.
-Endurskoðun og uppbygging sérfræðiþjónustu bæjarins.
-Námskeiðum og fyrirlestrum ýmiss konar.
-Öflugra forvarnarstarfi íþróttafélaganna.
-Meiri samvinnu við nágrannasveitarfélögin varðandi forvarnir og eftirlit.
-Jákvæðri uppbyggingu aldurshópsins 16 – 18 ára.
-Öflugra tónlistarstarfi í bænum.
-Efla ungliðastarf varðandi þá sem ánetjast áfengi og fíkniefnum.
-Efla starfsemi lögreglu í bænum.
-Veita jákvæðum fyrirmyndum meiri eftirtekt og veita viðurkenningar í þeim efnum.
-Og umfram allt að stuðla að því að fjölskyldur verji meiri tíma saman og njóti þess til hins ítrasta.
H: www.grindavik.is