Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öflugra vefsjónvarp á vf.is
Föstudagur 5. október 2007 kl. 19:11

Öflugra vefsjónvarp á vf.is

Vefsjónvarpið á vf.is vex hratt þessa dagana. Aukið efni fer nú inn á vefsjónvarpið, bæði unnar fréttir og annað ítarlegra efni.

Í dag hafa t.a.m. fimm ný myndbönd verið sett inn á vefsjónvarpið. Um hádegisbil komu inn framsögur þeirra Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Róberts Marshall aðstoðarmanns samgönguráðherra sem fluttar voru á opnum fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í gærkvöldi.

Þá hafa einnig í dag verið fluttar fréttir af fasteignaviðskiptum á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er sagt frá kaupum Keilis á skólahúsnæði á Vellinum fyrir 320 milljónir króna og einnig er frétt um risaviðskipti með fasteignir fyrir 14 milljarða króna.

Að endingu var sett inn ítarlegt viðtal við Árna Sigfússon bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem skýrir stöðu Reykjanesbæjar í málefnum Hitaveitu Suðurnesja sem nú brenna á mörgum bæjarbúum.

/vefTV/

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024