Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Öflugir sumarstarfsmenn teknir til starfa í Grindavík
Grindavíkurbær hefur skapað um 50 ný störf í sumar en flest þeirra verða í nýjum umhverfishópi þjónustumiðstöðvar.
Þriðjudagur 26. maí 2020 kl. 10:01

Öflugir sumarstarfsmenn teknir til starfa í Grindavík

Grindavíkurbær hefur skapað um 50 ný störf í sumar en flest þeirra verða í nýjum umhverfishópi þjónustumiðstöðvar, segir á vef Grindavíkurbæjar. Hópurinn er mjög öflugur og vinnur hratt og örugglega. Þetta má þegar sjá í fegrun bæjarins en undanfarna daga hefur verið unnið að undirbúningi fyrir komu ærslabelgs eða hoppubelgs sem verður staðsettur við Sólarvéð hjá íþróttahúsinu. Þá hefur verið unnið að því að tyrfa á svæðinu í kringum bílastæðið við Hópið.

Framundan hjá vinnuhópnum í sumar eru fjölmörg verkefni en meðal þeirra eru t.d. að vinna í ófrágengnum svæðum innan bæjarmarkanna (Hópið, stúkan, Kvikan, Hreystigarðurinn o.fl.), m.a. tyrfa og sá, ganga frá bílastæðum við Selskóg, planta trjám innan bæjarmarkanna og við Þorbjörn og ganga frá gangstéttum og tyrfa í Hópshverfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vinnuskólinn hefst síðan eftir skólaslit en þá bætast við 140 nemendur sem er 35% aukning frá því í fyrrasumar.