Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öflugir skjálftar í Grindavík
Föstudagur 31. janúar 2020 kl. 23:06

Öflugir skjálftar í Grindavík

Nokkrir öflugir jarðskjálftar hafa orðið við Grinavík í kvöld. Þetta eru sterkustu skjálftarnir í hrinunni sem hefur staðið síðustu sólarhringa. Öflugasti skjálftinn í kvöld var upp á M4,3 og reið yfir kl. 22:24:55. Aðeins 19 sekúndum síðar kom annar skjálfti upp á M3,4.

Skjálfti sem mældist M4,0 varð kl. 22:22. Þá varð skjálfti upp á M3,4 þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í tíu í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jarðskjálftar kvöldsins við Grindavík skipta orðið tugum og marga af þeim hafa Grindvíkungar fundið vel og greinilega. Hús nötra og munir hreyfast.

Stóru skjálftarnir, þessir sem mældust M4,0 og M4,3 fundust vel í Reykjanesbæ.