Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Öflugir í snjómokstrinum
Laugardagur 17. janúar 2004 kl. 22:21

Öflugir í snjómokstrinum

Þessir ungu drengir voru öflugir í snjómokstrinum í Innri Njarðvík þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið þar um í dag. Annar þeirra var með öflugt ámoksturstæki en hinn með vörubíl með burðugum palli. „Við erum bara að leika okkur“, sögðu þeir þegar ljósmyndarinn arkaði út úr fjallabílnum með myndavélina. Ungu drengjunum leist greinilega ekki á ljósmyndarann, úfinn eftir að hafa barist í ófærðinni. Ábyggilega hafa þeir haldið að ljósmyndarinn væri einhver sem ætlaði að skamma þá. Okkar maður var hins vegar fljótur að gera grein fyrir sér og sagðist eingöngu vilja taka mynd af þeim félögum þar sem þeir mokuðu gangstéttina við Njarðvíkurbrautina. Það var sjálfsagt mál.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024