Öflug jarðskjálftahrina í nótt og morgun
Í morgun kl. 8:06 mældist skjálfti af stærð 4,3 um 1.5 km NV af Þorbirni. Í nótt mældist jarðskjálfti af stærð 4,2 mældist um 1,2 km vestur af Bláa lóninu kl. 03:51. Jarðskjálftarnir fundust víða um suðvesturhornið. Öflug jarðskjálftahrina hefur staðið yfir frá því í gærkvöldi og stendur enn yfir.
Alls hafa mælst níu jarðskjálftar yfir 3,0 að stærð mælst frá miðnætti.