Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öflug fréttaþjónusta Víkurfrétta
Fimmtudagur 27. febrúar 2003 kl. 16:48

Öflug fréttaþjónusta Víkurfrétta

Víkurfréttir sinna öflugri fréttaþjónustu fyrir alla stærstu prentmiðla landsins og rata bæði fréttir og ekki síður ljósmyndir í dagblöðin með reglulegum hætti. Í DV í dag eru ljósmyndir frá Víkurfréttum á forsíðu og baksíðu blaðsins. Á forsíðu blaðsins er mynd sem tekin var af Draupni í Grindavík í gærkvöldi og á baksíðunni er mynd frá jómfrúarflugi Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þetta er ekki einsdæmi því að í síðustu viku áttu Víkurfréttir burðarmyndir á forsíðu og baksíðu DV. Einnig þjónusta Víkurfréttir Morgunblaðið og Fréttablaðið með ljósmyndum, auk netmiðlanna mbl.is og visir.is. Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar Suðurnesja láti blaðamenn vita af uppákomum og fréttnæmum atburðum, því eins og dæmin sanna rata fréttirnar oft á forsíður dagblaðanna. Vilja Víkurfréttir benda á fréttasíma blaðsins en þeir eru 898-2222 og 899-2225.


Meðfylgjandi mynd er af útsíðum DV í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024