Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ofbeldi gegn rauðhærðum ekki liðið
Fimmtudagur 19. nóvember 2009 kl. 16:33

Ofbeldi gegn rauðhærðum ekki liðið

Heimili og skóli hafa sent út tilkynningu til að vekja athygli á því að á morgun, föstudaginn 20. nóvember, hefur verið boðaður svokallaður "Kick a ginger day" á Facebook. Í því felst að sparka megi í þá sem rauðhærðir eru og er fólk beinlínis hvatt til þess. Heimili og skóli og framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar á Íslandi telja að með þessu háttalagi sé verið að hvetja til ofbeldis sem felur í sér niðurlægingu og virðingarleysi.


Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, segir í bréfi til foreldra nemenda við skólann að það sé skýrt að að slíkt ofbeldi er ekki liðið í Njarðvíkurskóla og verður tekið á því samkvæmt viðbrögðum við agabrotum í Skólanámskrá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Samtökin Heimili og skóli hvetja jafnframt nemendur til að taka afstöðu gegn slíku atferli. Þá er athygli vakin á gagnkvæmri virðingu og gildi þess að nemendur sýni hver öðrum tillitsemi.