Ofankoma í kvöld og nótt
Gert er ráð fyrir norðaustan 8-15 m/s og skýjuðu með köflum við Faxaflóann í dag. Dálítil él syðst. Austan 13-20 og dálítil snjókoma síðdegis, en 15-23 og talsverð ofankoma í kvöld og nótt. Frost 0 til 6 stig. Dregur úr vindi og úrkomu seint í nótt. Austan og suðaustan 5-10 á morgun, súld eða rigning með köflum og hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Austlæg átt 10-18 m/s, hvassast NV-lands. Snjókoma eða él og hiti við frostmark, en rigning eða slydda sunnantil og hiti 1 til 5 stig.
Á fimmtudag og föstudag:
Austan 8-15 m/s, skýjað víðast hvar og rigning eða súld með köflum, einkum sunnantil. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast S-lands.
Á laugardag:
Suðlæg átt og vætusamt, en skýjað með köflum og þurrt að mestu NA-lands. Heldur kólnandi veður.
Á sunnudag:
Norðlæg átt, sjnókoma og vægt frost, en rigning eða slydda sunnantil og hiti 0 til 5 stig.
Á mánudag:
Útlít fyrir breytilega átt með éljum á víð og dreif og frost 0 til 7 stig.
---
Ljósmynd/Ellert Grétarsson - Frá Reykjanesi