Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ófaglærðir fá launahækkun
Mánudagur 8. maí 2006 kl. 16:26

Ófaglærðir fá launahækkun

Fyrirhuguðu setuverkfalli ófaglærðra starfsmanna í Víðihlíð og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem Launanefnd ríkisins hefur boðið þeim launahækkun.

Í henni felst 12% hækkun sem gildir frá 1. maí, og eftir það munu launin auk þess hækka um 4% þann 1. september og 1,2% þann 1. janúar.

Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, sagði í samtali við Víkurfréttir að hann ætti von á að starfsfólk yrði sátt við hækkunina þar sem hún sé í líkingu við það samkomulag sem náðist í Reykjavík.

VF-mynd/Þorgils Jónsson: Frá Víðihlíð
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024