Ófærð og ekkert ferðaveður á Suðurnesjum
Færð á Suðurnesjum er tekin að þyngjast og á nokkrum stöðum í Reykjanesbæ er orðið ófært nema fyrir öfluga jeppa. Meðfylgjandi mynd tók Jóhann Berthelsen björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Suðurnes í Innri Njarðvík fyrir fáeinum mínútum. Eins og sjá má er ekkert ferðaveður og gatan ófær.
Lögreglan á Suðurnesjum segir að um aðstoðarbeiðnir hafi borist vegna a.m.k. 50 bíla sem eru fastir víðsvegar um Reykjanesbæ. Björgunarsveitin Suðurnes hefur verið kölluð út til að aðstoða við að losa lausa bíla eða koma fólki úr þeim til síns heima.